Upp strauminn harða var gefin út til styrktar báráttu Ölmu Rut Lindudóttur um að byggt verði nýtt gistiskýli í Reykjavík.

Alma hefur kynnt sér aðstæður útigangsmanna í Reykjavík frá fyrstu hendi. Hún hefur deilt vangaveltum sínum með fólki götunnar og hlustað á sögur þess.

Einmitt þannig kynntist hún Lofti sem síðar varð kveikjan að þessari bók. Alma og Loftur höfðu hugmyndir um það hvernig mætti hlúa betur að þeim sem héldi til á götunni í nokkurn tíma.  

Þessi ljóðabók er seld til styrktar byggingu nýs gistiskýlis í Reykjavík.  

Við gerð bókarinnar fékk Alma í lið með sér Þórunni Brandsdóttur, móður Lofts, og Tinnu Óðinsdóttur sem var ástin í lífi Lofts. En að útgáfu bókarinnar kom einnig Hrafnhildur Jóhannesdóttir.  

Í bókinni má finna ljóð eftir Ölmu, Loft og Tinnu en einnig var efnt til ljóðasamkeppni á Mónakó og Monte Carlo, á meðal útigangsfólks, og eru 5 bestu ljóðin birt hér. Aftast í bókinni má finna ljóð sem samin voru til Lofts af kærum vinum og ljóð sem veittu innblástur við gerð bókarinnar. 

Teikningarnar í bókinni eru eftir loft.  

Þeir sem vilja kaupa eintak af bókinni er bent á að hafa samband við uppstrauminnharda@simnet.is

Hér að neðan má sjá bókina