Um Minningarsjóð Lofts Gunnarssonar

Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar er stofnaður í minningu Lofts og er tilgangur hans að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík ásamt því að berjast fyrir að lögbundinn mannréttindi þeirra séu virt af borg og ríki.

Sjóðurinn er stofnaður af móður Lofts, Þórunni Brandsdóttur ásamt Ölmu Rut Lindudóttur, Hrafnhildi Jóhannesdóttur, Ásrúnu Björk Gísladóttur og Tinnu Óðinsdóttur. Þær sitja í stjórn sjóðsins ásamt systkinum Lofts þeim Ellen Ágústu Björnsdóttur, Brandi Gunnarssyni og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur. 

Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hefur nú þegar komið af stað mikilli umræðu í samfélaginu um aðbúnað útigangsmanna í Reykjavík. Umræðan er brýn og er lifandi. Enn eru útigangsmenn sem þurfa að vera á götunni á næturnar í Reykjavík vegna plássleysis. Það er brot á Þeirra mannréttindum og er ekki borg eins og Reykjavík til sóma. Breytum því í sameiningu.