Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar er stofnaður í minningu Lofts og er tilgangur hans að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík ásamt því að berjast fyrir að lögbundnum mannréttindum þeirra séu virt af borg og ríki.

Frá stofnun sjóðsins þá hafa fjölmargir einstaklingar lagt sjóðnum til fjármuni. Sjóðurinn gaf út ljóðabókina Upp Strauminn Harða og útvarpsmennirnir Frosti og Máni fengu fjölmarga tónlistarmenn til liðs við sig á tvennum styrktartónleikum. Sjóðurinn hefur nú þegar bætt aðbúnað gistiskýlisins í Reykjavík. 

Ef þú vilt leggja þitt af mörkum í baráttunni við bættan aðbúnað útigangsmanna í Reykjavík þá er reikningur sjóðsins 318-26-5171 kt. 4611120560