“ Minningarsjóður endurgerir hermannajakkan hans Lofts til styrktar útigangsmönnum  í Reykjavík með söfnun á Karolina Fund “. www.karolinafund.com/project/view/582. Á einfaldan hátt með 3 smellum er hægt að styrkja verkefnið.

Loftur Gunnarsson fæddist þann 11. september 1979 í Reykjavík og hefði því orðið 35 ára núna í ár.

Hann lést þann 20. janúar 2012 aðeins 32 ára gamall.

Í kjölfar andláts hans var stofnaður Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar sem berst fyrir bættum hag utangarðsfólks á Íslandi.

Frá fráfalli Lofts þá hefur hann orðið einskonar andlit baráttunnar fyrir bættum aðbúnaði útigangsfólks á Íslandi.

Loftur hafði sérstakan stíl sem vakti athygli. Margir þekktu Loft á hermannajakka sem hann klæddist gjarnan. Jakkanum breytti hann sjálfur og var hann því einstakur. Nonni í Dead setti nokkur handgerð prent á jakkann fyrir Loft og ýmislegt bættist á jakkann með tímanum svo sem barmmerki, nælur og fleira.

Til styrktar næsta verkefnis minningarsjóðsins þá munu verða framleidd 50 stykki af hermanna jakkanum sem verða seld í forsölu á Karolína fund til að fjármagna framleiðsluna. Jakkinn verður eins nákvæm eftirgerð og mögulegt er af upprunalega jakkanum..

Allur ágóði af framleiðslu jakkans mun fara í næsta verkefni Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar sem er að kaupa 8 ný rúm á heimili fyrir heimilislausa karlmenn á Njálsgötu 74. 

Hér að neðan má sjá myndir af jakkanum flotta.

 

Jakkinn kemur bæði í herra og dömu stærðum. 

Herra jakkarnir koma í stærðum : 

Small- Medium - Large - Extra Large. 

Small samsvarar stærð 46-48 í jakka
Medium samsvarar stærð 50 í jakka
Large samsvarar stærð 52 í jakka
X-Large samsvarar stærð 54-56 í jakka

Dömu jakkarnir koma í stærðum :

X-Small - Small - Medium - Large 

X-Small samsvarar stærð 36 í jakka
Small samsvarar stærð 38 í jakka
Medium samsvarar stærð 40 í jakka
Large samsvarar stærð 42-44 í jakka